Fjölnir féll í kvöld úr Pepsi-deild karla í knattspyrnu er liðið tapaði 3:1 fyrir Fram á Laugardalsvelli. Framarar voru betri í fyrri hálfleik en Fjölnir í þeim síðari, en það dugði ekki Grafarvogsliðinu. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.
Paul McShane og Joe Tillen komu Fram í 2:0. Gunnar Már Guðmundsson minnkaði muninn fyrir Fjölni úr vítaspyrnu, 2:1, en Jón Guðni Fjóluson innsiglaði sigur Fram, beint úr aukaspyrnu, 3:1, og þar með voru Grafarvogspiltar fallnir í 1. deild.
Byrjunarlið Fram: Hannes Þór Halldórsson, Daði Guðmundsson, Kristján Hauksson, Jón Guðni Fjóluson, Jón Orri Ólafsson, Paul McShane, Ingvar Þór Ólason, Halldór Hermann Jónsson, Hjálmar Þórarinsson, Almarr Ormarsson, Josep Edward Tillen.
Varamenn: Heiðar Geir Júlíusson, Samuel Lee Tillen, Hlynur Atli Magnússon, Guðmundur Magnússon, Ívar Björnsson, Hörður Björgvin Magnússon, Ögmundur Kristinsson.
Byrjunarlið Fjölnis: Þórður Ingason, Gunnar Valur Gunnarsson, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Marinko Skaricic, Magnús Ingi Einarsson, Gunnar Már Guðmundsson, Heimir Snær Guðmundsson, Andri Steinn Birgisson, Illugi Þór Gunnarsson, Tómas Leifsson, Jónas Grani Garðarsson.
Varamenn: Ólafur Páll Johnson, Aron Jóhannsson, Ágúst Þór Ágústsson, Kristinn Freyr Sigurðsson, Andri Valur Ívarsson, Geir Kristinsson, Marteinn Örn Halldórsson.