FH meistari strax í kvöld?

Fagna FH-ingar meistaratitlinum strax í kvöld?
Fagna FH-ingar meistaratitlinum strax í kvöld? mbl.is/Steinn Vignir

FH-ingar gætu orðið Íslandsmeistarar karla í fótbolta í kvöld og myndu þá byrja að halda upp á fimmta meistaratitilinn á sex árum laust fyrir klukkan hálfátta.

Þá lýkur viðureign Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli en KR-ingar eru nú þeir einu sem geta komið í veg fyrir að Heimir Guðjónsson og lærisveinar hans verði meistarar í ár.

KR verður að vinna til að halda í vonina en jafntefli eða sigur Breiðabliks þýðir að úrslitin eru ráðin.

Átta stig skilja að FH og KR en FH á tvo leiki eftir og KR þrjá. Nákvæmlega eins og í fyrra þegar Keflavík missti af titlinum í hendur FH á lokasprettinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert