FH Íslandsmeistari í knattspyrnu 2009

Bjarni Ólafur Eiríksson og Tryggvi Guðmundsson eigast við.
Bjarni Ólafur Eiríksson og Tryggvi Guðmundsson eigast við. mbl.is/Eggert

FH varð í dag Íslandsmeistari í knattspyrnu karla árið 2009 eftir 2:0 sigur á Val í næstsíðustu umferð Pepsideildarinnar á Kaplakrikavelli. Þetta er fimmti Íslandsmeistaratitill FH á síðustu sex árum. Fylgst var með gangi mála í leiknum í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Sigurinn þýðir að FH, sem varð fyrst Íslandsmeistari árið 2004, hefur fimm stiga forskot á KR þegar aðeins lokaumferðin er eftir.

Atli Guðnason kom FH í 2:0 í fyrri hálfleik með tveimur góðum mörkum og þrátt fyrir ágætar tilraunir Valsmanna í leiknum tókst þeim ekki að minnka muninn.

Ítarlega umfjöllun um leikinn og viðtöl við leikmenn og þjálfara verður í átta síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið.

Byrjunarlið FH: Gunnar Sigurðsson - Pétur Viðarsson, Dennis Siim, Tommy Nielsen, Hjörtur Logi Valgarðsson - Davíð Þór Viðarsson, Tryggvi Guðmundsson, Matthías Vilhjálmsson - Ólafur Páll Snorrason, Atli Viðar Björnsson, Atli Guðnason.

Varamenn: Daði Lárusson, Alexander Söderlund, Kristján Gauti Emilsson, Sverrir Garðarsson, Björn Daníel Sverrisson, Brynjar Benediktsson, Viktor Örn Guðmundsson.

Byrjunarlið Vals: Kjartan Sturluson - Baldur I. Aðalsteinsson, Reynir Leósson, Atli Sveinn Þórarinsson, Bjarni Ólafur Eiríksson - Ian Jeffs, Baldur Bett, Sigurbjörn Hreiðarsson - Matthías Guðmundsson, Helgi Sigurðsson, Arnar Sveinn Geirsson.

Varamenn: Ásgeir Þór Magnússon, Guðmundur Viðar Mete, Einar Marteinsson, Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Viktor Unnar Illugason, Þórir Guðjónsson, Marel Baldvinsson.

FH 2:0 Valur opna loka
90. mín. Stuðningsmenn FH syngja og tralla hérna á áhorfendapöllunum enda er sigurinn nánast í höfn.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert