Logi Ólafsson: Góður sóknarleikur skilaði sjö mörkum

Logi Ólafsson gat leyft sér að brosa í Frostaskjólinu í …
Logi Ólafsson gat leyft sér að brosa í Frostaskjólinu í dag. mbl.is/Brynjar Gauti

Logi Ólafsson þjálfari KR var ánægður með hvernig hans menn léku í síðasta heimaleik sumarsins gegn Stjörnunni þar sem boðið var upp 10 marka veislu þar sem KR sigraði 7:3.

„Ég held að okkur hafi tekist að spila mjög góðan sóknarleik í dag og uppskárum sjö mörk auk þess að hafa fengið einhver dauðafæri til viðbótar. Maður er kannski helst svekktur yfir þessum þremur mörkum sem við fengum á okkur. Við áttum að koma í veg fyrir þau en það skrifast kannski á kæruleysi þegar menn vita að staðan er trygg í Hafnarfirði og því lítið undir,“ sagði Logi í samtali við mbl.is að leiknum loknum.

Fjallað er um leikinn í átta síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka