„Það var náttúrlega smábónus að skora þessi mörk en það skiptir mig litlu máli,“ sagði Atli Guðnason hógvær eftir að hafa tryggt FH endanlega Íslandsmeistaratitilinn með báðum mörkunum í 2:0-sigri á Val, en Atli hefur verið hreint út sagt frábær fyrir FH í sumar.
„Ég hef tekið þátt í þremur titlum en þetta er klárlega mitt besta sumar. Ég hef verið að bæta mig frá því ég kom í lið FH fyrst 2004 en þá var ég einfaldlega ekki nógu góður. Ég var lánaður í tvö ár og kom svo sterkur til baka og ég held að ég sé ágætis dæmi um leikmann sem elst upp hjá liði og gefst ekkert upp við að berjast um sæti í því.
Sjá nánar viðtal við Atla og umfjöllun um FH-inga og Íslandsmeistaratitlinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.