Björgólfur með fyrstu fimmu í tólf ár

Björgólfur Takefusa skoraði 5 mörk á Hlíðarenda í dag.
Björgólfur Takefusa skoraði 5 mörk á Hlíðarenda í dag. mbl.is/Eggert

Björgólfur Takefusa er fyrsti leikmaðurinn í tólf ár sem skorar fimm mörk í leik í efstu deild karla í knattspyrnu hér á landi. Hann gerði öll fimm mörkin þegar KR vann Val í dag, 5:2, í lokaumferð úrvalsdeildarinnar. Fyrir 12 árum gerði annar KR-ingur fimm mörk í leik í deildinni.

Það var Andri Sigþórsson sem þar var á ferð en hann skoraði fimm mörk fyrir KR-inga þegar þeir sigruðu Skallagrím, 6:2, í Borgarnesi þann 6. ágúst 1997.

Metið á Teitur Þórðarson en hann skoraði 6 mörk fyrir ÍA sem gjörsigraði Breiðablik, 10:1, á Akranesvelli árið 1973.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert