KR vann í dag 5:2 sigur á Val í lokaumferð Pepsideildar karla í knattspyrnu og tryggði sér þar með endanlega silfurverðlaunin á Íslandsmótinu þetta árið. Björgólfur Takefusa gerði öll fimm mörk KR í leiknum og tryggði sér gullskóinn.
Björgólfur gerði þrennu í fyrri hálfleik en Valsmenn minnkuðu muninn í 3:2 með mörkum Helga Sigurðssonar og Guðmundar Steins Hafsteinssonar en Guðmundur var svo rekinn af velli á 65. mínútu og gerði Björgólfur tvö mörk eftir það.
KR-ingar enda því sem áður segir í 2. sæti deildarinnar en Valsmenn enda í áttunda sætinu.
Byrjunarlið Vals: Kjartan Sturluson - Ian Jeffs, Reynir Leósson, Einar Marteinsson, Bjarni Ólafur Eiríksson - Sigurbjörn Hreiðarsson, Baldur Bett, Marel Baldvinsson - Matthías Guðmundsson, Helgi Sigurðsson, Arnar Sveinn Geirsson.
Varamenn: Guðmundur Viðar Mete, Pétur Georg Markan, Arnar Gunnlaugsson, Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Viktor Unnar Illugason, Haraldur Björnsson, Þórir Guðjónsson.
Byrjunarlið KR: Andre Hansen - Skúli Jón Friðgeirsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Mark Rutgers, Jordao Diogo - Gunnar Örn Jónsson, Baldur Sigurðsson, Bjarni Guðjónsson, Óskar Örn Hauksson - Guðmundur Benediktsson, Björgólfur Takefusa.
Varamenn: Egill Jónsson, Atli Jóhannsson, Gunnar Kristjánsson, Atli Jónasson, Ásgeir Örn Ólafsson, Ingólfur Sigurðsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson.