„Ég bara mjög sáttur með sumarið hjá okkur svona í heildina,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara FH-inga, eftir 1:1 jafntefli við Fylki í Árbænum í dag.
„ÉG held að liðin hafi leikið fínan fótboltaleik, sérstaklega miðað við veðrið sem var hérna. Bæði lið léku sóknarbolta og mörkin hefðu getað orðið miklu fleiri en þessi tvö sem gerð voru.
Fylkisliðið hefur sýnt það í sumar að þar er á ferðinni hörkulið, en auðvitað hefði maður viljað enda þetta á sigri, en ætli jafntefli hafi ekki verið sanngjörn niðurstaða,“ sagði Heimir.