Atli Guðnason var valinn leikmaður ársins hjá Íslandsmeisturum FH í knattspyrnu af leikmönnum liðsins á lokahófi félagsins í gærkvöld og Björn Daníel Sverrisson var útnefndur efnilegasti leikmaður Hafnarfjarðarliðsins.
Atli átti frábært tímabil með FH-ingum í sumar. Hann skoraði 10 mörk í 20 leikjum liðsins í Pepsi-deildinni og lagði upp mörg mörk fyrir félaga sína. Atli skoraði bæði mörk FH-inga þegar þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 2:0 sigri á Val um síðustu helgi og hann skoraði eina mark liðsins í gær þegar FH og Fylkir skildu jöfn, 1:1, í lokaumferð Íslandsmótsins.
Hjá konunum, sem tryggðu sér sæti í Pepsi-deildinni á næsta tímabili, var Sara Atladóttir valin best og markvörðrinn Birna Berg Haraldsdóttir var kostin efnilegust.