Willum Þór Þórsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Keflavíkur í knattspyrnu. Hann tekur við af Kristjáni Guðmundssyni. Samningur Willum við Keflavíkurliðið er til tveggja ára og verður formlega gengið frá honum á næstu dögum, að sögn Þorsteins Magnússonar, formanns Knattspyrnudeildar Keflavíkur.
„Við vonum að með Willum fáum við það sem vantað hefur upp hjá okkur til þess að ná meistaratitlinum. Willum hefur stýrt liðum til sigur á Íslandsmótinu og þekkir því hvað þarf," sagði Þorsteinn í samtali við mbl.is í kvöld.
Nánar verður fjallað um ráðningu Willums Þórs í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kemur út í fyrramálið.