Atli Guðnason, sóknarmaðurinn leikni í liði FH, er besti leikmaður úrvalsdeildar karla í knattspyrnu keppnistímabilið 2009, að mati íþróttafréttamanna Morgunblaðsins. Atli, sem varð 25 ára í gær, varð efstur í einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni.
Atli fékk samtals 20 M í þeim 20 leikjum sem hann spilaði með FH í deildinni en það kom ekki að sök fyrir hann að missa af tveimur leikjum vegna meiðsla seint á tímabilinu. Atli kom tvíefldur til leiks eftir það og skoraði fjögur mörk í síðustu þremur leikjunum.
Ítarleg umfjöllun um Pepsideildina er í Morgunblaðinu í dag.