Fundur með bæjarstjóra breytti engu

Haukar leika eitthvað af heimaleikjum sínum á hemavelli Vals á …
Haukar leika eitthvað af heimaleikjum sínum á hemavelli Vals á næsta sumri. Eggert Jóhannesson

Allar líkur á því að knattspyrnulið Hauka leiki 10-15 af heimaleikjum sínum í Pepsi-deild karla og kvenna á Hlíðarendavelli á næstu leiktíð. Haukar náðu ekki að landa samkomulagi við FH um að leika heimaleiki á Kaplakrikavelli og leituðu þeir til Valsmanna í kjölfarið. FH-ingar töldu m.a. að völlurinn myndi ekki þola það álag nema að með því að farið yrði í kostnaðarsamar endurbætur á honum.

Sl. föstudag fundaði Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, með formönnum Hauka og FH þar sem vallarmálin voru m.a. rædd. Ágúst Sindri Karlsson, formaður Hauka, sagði í gær að allar líkur væru á því að Haukar myndu leika flesta af sínum heimaleikjum á Hlíðarenda. „Niðurstaða fundarins er sú að málið er komið í farveg hjá Hafnarfjarðarbæ. Á fundinum var horft lengra fram á veginn en til næstu leiktíðar. Við munum eflaust ræða þessi mál í vetur en það eru 99,99% líkur á því að Haukar leiki á Hlíðarendavelli á næsta ári,“ sagði Ágúst Sindri í samtali við Morgunblaðið í gær.

Haukar komust upp í efstu deild í karla- og kvennaflokki á sl. leiktíð Fyrirhugað er að koma upp aðstöðu fyrir 500 áhorfendur á heimavelli liðsins við gervigrasvöllinn á Ásvöllum. seth@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka