Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnukona úr Stjörnunni, sem skoraði 16 mörk fyrir liðið í úrvalsdeildinni í sumar, er á leiðinni í raðir Íslandsmeistara Vals.
Einar Páll Tamimi, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, staðfesti þetta við Fótbolta.net nú síðdegis.
Björk er 23 ára gömul og er orðin markahæsti leikmaður Stjörnunnar í efstu deild frá upphafi með 58 mörk í 99 leikjum Garðabæjarliðsins.
Björk er annar leikmaðurinn sem Valur fær í sínar raðir eftir að tímabilinu lýkur en Íslandsmeistararnir hafa þegar fengið til sín Berglindi Bjarnadóttur frá HK/Víkingi.