,,Ég er ekki að hætta í fótboltanum. Það hefur verið einhver orðrómur í gangi um það en það er á misskilningi byggt,“ sagði knattspyrnumaðurinn Baldur Ingimar Aðalsteinsson, leikmaður Vals, við Morgunblaðið í gær en sá kvittur komst á kreik eftir fund Gunnlaugs Jónssonar nýráðins þjálfara Vals með stuðningsmönnum Vals í fyrrakvöld að hugsanlega ætlaði Baldur að hætta.
Baldur er samningsbundinn Valsmönnum til áramóta og hefur verið í viðræðum við félagið um nýjan samning.
Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.