Íslandsmeistarar FH hefja titilvörnina gegn Val

FH-ingar hefja titilvörnina á næsta sumri með leik gegn Val …
FH-ingar hefja titilvörnina á næsta sumri með leik gegn Val á útivelli. hag / Haraldur Guðjónsson

Íslandsmeistarar FH í knattspyrnu karla hefja titilvörn sína næsta vor á því að sækja Valsmenn heim á Hlíðarenda. Þetta varð ljóst eftir að dregið var í töfluröð Pepsi-deildar karla á fundi formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga Knattspyrnusambands Íslands í dag. FH-ingar leika síðan aftur á Valsvellinum í annarri umferð þegar þeir sækja nágranna sína og nýliða deildarinnar, Hauka, heim.

Nýliðar Selfoss, sem leika í fyrsta sinn í úrvalsdeild karla á næsta sumri, fá heimaleik í fyrstu umferðinni þegar þeir fá Fylki í heimsókn. Keflavík og Breiðablik leiða saman hesta sína á Keflavíkurvelli. Fram fær ÍBV í heimsókn á Laugardalsvöll, Stjarnan og Grindavík mætast í Garðabæ. 

Hægt er að sjá niðurröðun leikja í Pepsi-deild karla með því að smella hér.














































mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka