Garðar og Jóhannes í Val?

Jóhannes Harðarson.
Jóhannes Harðarson. mbl.is

Garðar B. Gunnlaugsson og Jóhannes Harðarson, knattspyrnumenn frá Akranesi, eru í viðræðum við Valsmenn um að leika með þeim á næsta keppnistímabili. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld.

Garðar hefur verið á mála hjá CSKA Sofia í Búlgaríu en er á leið frá félaginu. Jóhannes hefur spilað í Noregi undanfarin ár, síðast með 2. deildarliðinu Flöy. Garðar lék með Valsmönnum um skeið, á árunum 2004 til 2006, en Jóhannes hefur ekki leikið með öðru íslensku félagi en ÍA.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert