Almarr Ormarsson, knattspyrnumaður frá Akureyri, framlengdi í dag samning sinn við Fram. Hann er nú samningsbundinn Safamýrarfélaginu til ársloka 2011.
Almarr, sem er 21 árs miðju- eða sóknarmaður, kom til liðs við Framara frá KA á miðju sumri 2008 og var í stóru hlutverki hjá þeim á síðasta tímabili. Hann lék alla 22 leiki liðsins í úrvalsdeildinni, alla nema tvo í byrjunarliði, og var næstmarkahæsti leikmaðurinn með 6 mörk.
Þá skoraði Almarr tvö mörk í bikarkeppninni og eitt í Evrópudeild UEFA. Hann spilaði fimm leiki með 21-árs landsliði Íslands og skoraði eitt mark, og var fyrirliði í einum þeirra.