Níu félög vilja breytingar á bikarúrslitaleiknum

Breiðablik fagnaði bikarmeistaratitlinum í karlaflokki á síðustu leiktíð í fyrsta …
Breiðablik fagnaði bikarmeistaratitlinum í karlaflokki á síðustu leiktíð í fyrsta sinn í sögu félagsins. mbl.is/Golli

Ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram um næstu helgi og liggja nokkrar áhugaverðar breytingatillögur fyrir þinginu. Tillaga frá níu félögum úr efstu deild karla um breytingar á bikarkeppninni er án efa sú tillaga sem vekur mesta athygli. Félögin níu leggja það til að úrslitaleikur bikarkeppninnar fari fram í ágúst eða september, en verði ekki lokapunktur keppnistímabilsins í október eins og tíðkast hefur á undanförnum árum. Í greinargerð með tillögunni er lagt til að hafa bikarúrslitaleikinn sömu helgi og menningarnótt Reykjavíkur í ágúst. Einnig er lagt til að bikarúrslitaleikurinn gæti farið fram á öðrum velli en Laugardalsvelli.

Samkvæmt núgildandi reglugerð um bikarkeppnina eiga úrslitaleikurinn og undanúrslitaleikirnir að fara fram á Laugardalsvelli en verði tillagan samþykkt yrði fyrirkomulagið fært til fyrra horfs, og það lið sem dregið er fyrr upp úr pottinum fær heimaleik.

„Laugardalsvöllur hefur verið vettvangur úrslitaleiksins undanfarna áratugi. Þegar tvö „minni“ lið komast alla leið í úrslitaleikinn og búist er við fáum áhorfendum vantar upp á stemmninguna og því gæti verið kjörið að færa úrslitaleikinn á minni leikvang sem hentar betur,“ segir í greinargerð sem fylgir tilllögunni.

Liðin sem standa að þessari tillögu eru Grindavík, FH, KR, Fram, ÍBV, Fylkir, Keflavík, Valur og Stjarnan.

Fleiri tillögur liggja fyrir ársþinginu og hægt er að skoða þær á vef KSÍ.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka