KR-ingar komnir í undanúrslit

Baldur Sigurðsson skoraði fyrir KR.
Baldur Sigurðsson skoraði fyrir KR. mbl.is/Eggert

KR-ingar tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum Reykjavíkurmóts karla í knattspyrnu þegar þeir gerðu jafntefli við Val, 1:1, í Egilshöllinni. Möguleikar Vals eru úr sögunni með þessum úrslitum.

KR lauk keppni í A-riðlinum með 8 stig en Víkingur R. er með 7 stig og Þróttur R. 4 stig. Þróttur og Víkingur mætast í hreinum úrslitaleik um að fara áfram og þar þurfa Þróttarar að vinna með þriggja marka mun til að skáka Víkingum.

Staðan í A-riðli.

Baldur Sigurðsson kom KR-ingum yfir snemma í síðari hálfleiknum en Viktor Unnar Illugason jafnaði fyrir Val þremur mínútum fyrir leikslok.

Þar með er ljóst að KR og Fram eru komin í undanúrslitin, ásamt þá Víkingi eða Þrótti og einnig Fylki eða Fjölni sem mætast í hreinum úrslitaleik í B-riðlinum í kvöld. Þar þarf Fjölnir að vinna með tveimur mörkum.

Staðan í B-riðli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka