Kristján krækti í Símun Samuelsen

Símun Samuelsen er kominn til liðs við HB.
Símun Samuelsen er kominn til liðs við HB. mbl.is

Símun Samuelsen, færeyski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu sem hefur leikið með Keflavík undanfarin ár, er búinn að semja við HB frá Þórshöfn til næstu þriggja ára.

Símon fékk sig lausan frá Keflavík fyrir skömmu þar sem hann hafði ákveðið að flytjast til Færeyja á ný. Kristján Guðmundsson, sem hefur þjálfað Keflavík undanfarin ár, var fyrr í vetur ráðinn þjálfari HB og hann hefur nú fengið Símun á nýjan leik í sinn hóp.

Þórður Steinar Hreiðarsson, varnarmaður úr Þrótti í Reykjavík, gekk á dögunum til liðs við HB sem er eitt sigursælasta lið Færeyja og varð meistari á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert