Íslands- og deildabikarmeistarar FH sigruðu Val örugglega, 3:0, í fyrsta leiknum í deildabikarkeppni karla í knattspyrnu, Lengjubikarnum, sem fram fór í Egilshöllinni í dag.
Atli Guðnason kom FH yfir á 41. mínútu og skoraði þar með fyrsta mark keppninnar í ár. Vel við hæfi en Atli var útnefndur besti leikmaðurinn á Íslandsmótinu 2009.
Gunnar Már Guðmundsson bætti við marki úr vítaspyrnu á 50. mínútu eftir að brotið var á Matthíasi Vilhjálmssyni.
Atli var síðan aftur á ferð á 81. mínútu og innsiglaði sigur FH með sínu öðru marki.