Valur og Haukar eiga möguleika

Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði sigurmark Vals.
Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði sigurmark Vals. mbl.is/Eggert

Valur og Haukar eiga enn möguleika á sæti í 8-liða úrslitum deildabikars karla í knattspyrnu eftir sigra í kvöld. Valur vann KA 1:0 í Boganum á Akureyri og Haukar lögðu Fylki 2:1 á Ásvöllum.

Hafþór Ægir Vilhjálmsson tryggði Valsmönnum sigurinn á KA en hann skoraði eina mark leiksins í Boganum á 77. mínútu. Flest bendir til þess að FH og Fram fari áfram sem tvö efstu lið 2. riðils en Valsmenn sem eiga eftir að mæta Víkingum gætu með sigri þar náð nægilega góðum árangri í þriðja sæti riðilsins til að fara áfram.

Staðan í 2. riðli.

Haukar komust í annað sætið í 1. riðli með því að sigra Hauka en þar skoraði Guðjón Pétur Lýðsson sigurmarkið beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma, 2:1. Hilmar Trausti Arnarsson hafði komið Haukum yfir en Ingimundur Níels Óskarsson jafnaði fyrir Fylki.

Fylkir er úr leik í baráttunni með þessum ósigri en Haukar slást við ÍA, Grindavík og Stjörnuna um efstu sætin. ÍA og Grindavík eru þó líklegust til að ná tveimur efstu sætunum.

Staðan í 1. riðli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert