,,Bærinn er nánast á hvolfi“

Sævar Þór Gíslason og Jón Steindór Sveinsson lyftu 1. deildarbikarnum …
Sævar Þór Gíslason og Jón Steindór Sveinsson lyftu 1. deildarbikarnum síðasta haust. mbl.is/Guðmundur Karl

 ,,Það er gríðarleg stemning og eftirvænting í bænum og varla hefur verið rætt um annað en fótbolta á meðal bæjarbúa. Bærinn er nánast á hvolfi,“ sagði Sævar Þór Gíslason, reynsluboltinn í liði Selfyssinga, við Morgunblaðið í gær.

Stór stund verður á Selfossi í kvöld þegar liðið leikur sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi. Fylkismenn sækja nýliðana heim og fer leikurinn fram á gervigrasi Selfyssinga þar sem vinnu við byggingu nýrrar stúku við aðalvöllinn lýkur ekki fyrr en í næsta mánuði.

,,Væntingar til liðsins eru ekkert gríðarlega miklar. Mér heyrist á fólki hér í bænum að það sé bara ánægt með að okkur skuli vera spáð falli. Mér finnst bara ágætt að fá þessa spádóma í andlitið. Þeir hvetja okkur bara til dáða,“ sagði Sævar Þór.

Nánar er rætt við Sævar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert