Haukar jöfnuðu metin í Vesturbænum

Kristján Ómar Björnsson í Haukum og Gunnar Örn Jónsson í …
Kristján Ómar Björnsson í Haukum og Gunnar Örn Jónsson í KR berjast um boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/hag

Nýliðar Hauka komu geysilega á óvart í kvöld þegar þeir unnu upp tveggja marka forystu KR í Vesturbænum og jöfnuðu, 2:2, rétt fyrir leikslok í viðureign liðanna í fyrstu umferð Pepsideildar karla.

Eftir mjög öflugan fyrri hálfleik KR-inga, sem skilaði tveimur mörkum frá Björgólfi Takefusa og Guðjóni Baldvinssyni, slökuðu þeir rækilega á klónni. Nýliðar Hauka nýttu sér það til að jafna og hirða annað stigið. Úlfar Hrafn Pálsson og Pétur Ásbjörn Sæmundsson skoruðu og tryggðu Haukum óvænt stig.

Lið KR:  Lars Ivar Moldskred, Bjarni Guðjónsson,  Skúli Jón Friðgeirsson,  Baldur Sigurðsson, Óskar Örn Hauksson, Björgólfur Takefusa, Viktor Bjarki Arnarsson, Mark Rutgers, Gunnar Örn Jónsson, Guðjón Baldvinsson, Jordao Diogo.
Varamenn: Þórður Ingason, Kjartan Henry Finnbogason, Gunnar Kristjánsson, Egill Jónsson, Ingólfur Sigurðsson,  Guðmundur Reynir Gunnarsson, Eggert Rafn Einarsson.

Lið Hauka: Daði Lárusson, Kristján Ómar Björnsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Hilmar Trausti Arnarsson, Hilmar Geir Eiðsson, Þórhallur Dan Jóhannsson, Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Guðmundur Viðar Mete, Pétur Ásbjörn Sæmundsson, Kristján Óli Sigurðsson, Sam Mantom.
Varamenn: Amir Mehica, Úlfar Hrafn Pálsson, Hilmar Rafn Emilsson, Gunnar Ásgeirsson,  Ísak Örn Einarsson, Jónmundur Grétarsson, Daníel Einarsson.
KR 2:2 Haukar opna loka
90. mín. Leik lokið Sitthvort stigið, það leit alls ekki út fyrir það eftir góðan fyrri hálfleik KR-inga.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert