Með góðri klókri byrjun tókst Blikum að ná sér í 2:0 forystu en Framarar héldu áfram og tókst að jafna í 2:2 er leið á leikinn. Þar með er Fram komið með 4 stig en bikarmeistarar Blika fengu sitt fyrsta.
Eftir afar bragðdaufa byrjun beggja liða kom Guðmundur Pétursson Blikum í 1:0 á 32. mínútu og áður en mínúta var liðin af síðari hálfleik bætti Alfreð Finnbogason um betur. Tíu mínútum síðar minnkaði Guðmundur Magnússon muninn og Ívar Björnsson jafnaði í 2:2 á 77. mínútu með glæsilegu marki.
Lið Breiðabliks: Ingvar Kale, Árni Kristinn Gunnarsson, Finnur Orri Margeirsson, Elfar Freyr Helgason, Kári Ársælsson, Kristinn Steindórsson, Haukur Baldvinsson, Alfreð Finnbogason, Jökull Elísabetarson, Kristinn Jónsson, Guðmundur Pétursson.
Varamenn: Sigmar Ingi Sigurðsson, Olgeir Sigurgeirsson, Rannver Sigurjónsson, Guðmundur Kristjánsson, Elvar Páll Sigurðsson, Bjarki Aðalsteinsson, Andri Rafn Yeoman.
Lið Fram: Hannes Þór Halldórsson, Kristján Hauksson, Halldór Hermann Jónsson, Daði Guðmundsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Samuel Tillen, Hjálmar Þórarinsson, Almarr Ormarsson, Ívar Björnsson, Jón Guðni Fjóluson, Tómas Leifsson.
Varamenn: Ögmundur Kristinsson, Hlynur Atli Magnússon, Hörður Björgvin Magnússon, Alexander Veigar Þórarinsson, Guðmundur Magnússon, Jón Orri Ólafsson, Josep Tillen.