Fylkir sigraði Stjörnuna, 3:1, í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsideildinni, á Fylkisvellinum í kvöld, eftir að staðan var 1:1 í hálfleik. Fylkir er því með 6 stig á toppi deildarinnar en Stjarnan er með 3 stig.
Ingimundur Níels Óskarsson kom Fylki yfir á 4. mínútu en Halldór Orri Björnsson jafnaði skömmu síðar fyrir Stjörnuna. Albert Ingason og Jóhann Þórhallsson tryggðu síðan Fylki sigurinn með tveimur mörkum í síðari hálfleik.
Lið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson - Andrés Már Jóhannesson, Einar Pétursson, Kristján Valdimarsson, Tómas Þorsteinsson, Ólafur Stígsson, Valur Fannar Gíslason, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Ingimundur Óskarsson, Albert Ingason, Kjartan Ágúst Breiðdal.
Varamenn: Þórir Hannesson, Jóhann Þórhallsson, Pape Faye, Andrew Bazi, Ásgeir Örn Arnþórsson, Andri Már Hermannsson, Friðrik Ingi Þráinsson.
Lið Stjörnunnar: Bjarni Halldórsson - Baldvin Sturluson, Tryggvi Bjarnason, Daníel Laxdal, Hafsteinn R. Helgason, Dennis Danry, Jóhann Laxdal, Atli Jóhannsson, Steinþór Þorsteinsson, Marel Baldvinsson, Halldór Orri Björnsson.
Varamenn: Björn Pálsson, Bjarki Páll Eysteinsson, Magnús Karl Pétursson, Birgir Hrafn Birgisson, Þorvaldur Árnason, Hilmar Þór Hilmarsson, Víðir Þorvarðarson.