KR og Selfoss mættust í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsideildinni, á KR-vellinum klukkan 19.15. Selfoss kom gífurlega á óvart og skellti KR 2:1. Ingólfur Þórarinsson og Jón Daði Böðvarsson komu Selfossi í 2:0 en Baldur Sigurðsson minnkaði muninn undir lokin. Rauða spjaldið fór tvívegis á loft í leiknum. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Byrjunarlið KR: Lars Moldsked - Skúli Jón Friðgeirsson, Mark Rutgers, Baldur Sigurðsson, Jordao Diogo - Gunnar Örn Jónsson, Bjarni Guðjónsson, Viktor Bjarki Arnarson, Óskar Örn Hauksson - Guðjón Baldvinsson, Björgólfur Takefusa.
Byrjunarlið Selfoss: Jóhann Ólafur Sigurðsson - Sigurður Guðlaugsson, Agnar Bragi Magnússon, Stefán Ragnar Guðlaugsson, Andri Freyr Björnsson, - Jón Daði Böðvarsson, Arilíus Marteinsson, Jón Guðbrandsson, Guðmundur Þórarinsson, Ingólfur Þórarinsson - Sævar Þór Gíslason.