Tíu Eyjamenn hirtu stig á Hlíðarenda

Danni König og James Hurst í skallabaráttu á Vodafonevellinum í …
Danni König og James Hurst í skallabaráttu á Vodafonevellinum í kvöld. mbl.is/Ómar

Valur og ÍBV skildu jöfn, 1:1, í 2. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsideildinni, á Vodafonevellinum að Hlíðarenda í kvöld. Eyjamenn voru manni færri í 70 mínútur.

Valsmenn náðu forystunni á 24. mínútu þegar Atli Sveinn Þórarinsson skoraði, en rétt á undan hafði Yngvi Borgþórsson hjá ÍBV verið rekinn af velli og dæmd vítaspyrna á Eyjamenn - sem Albert Sævarsson varði. Denis Sytnik jafnaði fyrir 10 Eyjapeyja á 42. mínútu, 1:1, og þar við sat.

Lið Vals: Kjartan Sturluson - Stefán Eggertsson, Reynir Leósson, Atli Sveinn Þórarinsson, Martin Pedersen - Ian Jeffs, Haukur Páll Sigurðsson, Rúnar Már Sigurjónsson - Arnar Sveinn Geirsson, Danni König, Baldur I. Aðalsteinsson.
Varamenn: Sigurbjörn Hreiðarsson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Jón Vilhelm Ákason, Viktor  Unnar Illugason, Ásgeir Þór Magnússon, Þórir Guðjónsson, Greg Ross.

Lið ÍBV: Albert Sævarsson - Eiður Aron Sigurbjörnsson, Yngvi M. Borgþórsson, Andri Ólafsson, Matt Garner, Tonny Mawejje, Finnur Ólafsson, James Hurst, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Tryggvi Guðmundsson, Denis Sytnik.
Varamenn: Anton Bjarnason, Kjartan Guðjónsson, Eyþór  Helgi Birgisson, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Gauti Þorvarðarson, Rasmus Christiansen, Elías Fannar Stefnisson.

Valur 1:1 ÍBV opna loka
90. mín. Valur fær hornspyrnu
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert