Vildi kaupa Grindavík

Gilles Mbang Ondo og samherjar í Grindavík verða áfram undir …
Gilles Mbang Ondo og samherjar í Grindavík verða áfram undir stjórn Íslendinga. mbl.is/Steinn Vignir

Í leikskrá sem knattspyrnudeild Grindavíkur hefur gefið út í upphafi Íslandsmótsins skýrir Þorsteinn Gunnarsson formaður deildarinnar  frá því að erlendur kaupsýslumaður hafi á síðasta ári ætlað sér að kaupa lið Grindavíkur og gera það að stórliði sem næði langt í Evrópukeppni.

Umræddur maður hafi verið frá einu Eystrasaltsríkjanna, hafi fyrst sent Grindvíkingum tölvupóst og síðan komið til Grindavíkur til viðræðna við þá. Hann hafi ætlað sér að leggja tugi milljóna í rekstur knattspyrnudeildarinnar, koma með 7-8 landsliðsmenn frá heimalandinu og hreinsa út þjálfarateymið og megnið af leikmannahópnum. Gera liðið að Íslandsmeisturum strax, komast í forkeppni Meistaradeildarinnar og stórgræða peninga þar.

Á öðrum fundi sínum með Grindvíkingum hafi hann síðan upplýst um fjársterka aðila sem stæðu að baki sér og væru tilbúnir til að gera nánast hvað sem væri til að yfirtaka félagið.

Þorsteinn skýrir frá því að Grindvíkingum hafi ekki hugnast þessar hugmyndir, þótt maðurinn vafasamur, og eftir að hafa ráðfært sig við KSÍ hafi þeir vísað honum á bug.

Grein Þorsteins um málið er annars að finna á bls. 4 í glæsilegu blaði Grindvíkinga sem nálgast má hér, á pdf-formi:

Leikskrá Grindvíkinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert