Sjö erlendar geta þreytt frumraun

Dóra María Lárusdóttir og samherjar í Val fara aftur í …
Dóra María Lárusdóttir og samherjar í Val fara aftur í Hafnarfjörð og mæta nú FH. Haukastúlkur sækja hinsvegar Fylki heim. mbl.is/Golli

Önnur umferð úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu fer fram í kvöld og þar ber hæst viðureign Breiðabliks og Þórs/KA, sem gerði óvænt jafntefli við Grindavík í fyrstu umferð, á Akureyri.

Stjarnan tekur á móti Grindavík, KR fær Aftureldingu í heimsókn, FH tekur á móti Íslandsmeisturum Vals og Fylkir og Haukar eigast við í Árbænum. 

Sjö erlendir leikmenn gætu átt eftir að þreyta frumraun sína í efstu deild hérlendis eftir mikið fjör á lokadögum félagaskiptagluggans sem var lokað um helgina.

Grindavík hefur samið við Rachel Furness frá Englandi og Shaneku Gordon frá Bandaríkjunum. Stjarnan fékk til sín þær Lindsey Shwartz og Lauru King, og Breiðablik Mauru Quinn Ryan, en allar þrjár koma frá Bandaríkjunum.

Afturelding hefur fengið Victoriu Charnley og Marciu Silva sem léku með ÍBV og ÍA í fyrra og Alicia Wilson er lögleg með KR en þar lék hún 2006 og 2007. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka