Gunnlaugur: Vinnum ekki leik án marka

Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals.
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Enn og aftur hófum við leikinn vel og vorum mjög kraftmiklir. Unnum boltann á þeim stöðum þaðan sem stutt er í mark andstæðingana, en það verður að skora í fótbolta til að vinna leiki og það gerðum við ekki,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, eftir tapleikinn gegn Breiðablik, 0:2.

Gunnlaugur segir að lið sitt hafi verið vel inni í leiknum eftir fyrra mark Blika en þegar það síðara síðan kom hafi leikmönnum ekki tekist að halda upp þeirri pressu sem lagt var upp með. Það sem veki mestar áhyggjur er hins vegar hvernig þeir fari með marktækifærin. „Við erum að skapa fullt af færum en það vantar að reka endahnútinn á þetta,“ segir Gunnlaugur og bætir við að hann viti að meira búi í liðinu en það sýndi í kvöld.

Eftir þrjá leiki leikna eru Valsmenn með tvö stig. Allir leikirnir hafa farið fram á heimavelli Vals, Vodafonevellinum. „Uppskeran er ekki ásættanleg en ég hef ekki teljandi áhyggjur,“ segir Gunnlaugur. „Það er enginn uppgjöf og strax á þriðjudag verðum við klárir í næsta leik.“ Valur sækir Grindavík heim í næstu umferð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert