Selfoss skoraði þrjú gegn Haukum

Kjartan Sigurðsson hjá Selfossi og Guðjón Pétur Lýðsson hjá Haukum …
Kjartan Sigurðsson hjá Selfossi og Guðjón Pétur Lýðsson hjá Haukum eigast við í leiknum í kvöld. mbl.is/Guðmundur Karl

Selfoss náði með öflugum endaspretti að leggja Hauka, 3:0, að velli í slag nýliðanna í 3. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu á Selfossi í kvöld.  Þar með hafa Selfyssingar náð sér í mikilvæg 6 stig.

Það tók rúman klukkutíma að finna leiðina að markinu en fram að því höfðu leikmenn beggja farið varlega og greinilega ætlað að halda hreinu.  Á 67. mínútu skoraði Arilíus Marteinsson en Jón Daði Böðvarsson bætti við á 84. mínútu og Jón Guðbrandsson innsiglaði sigurinn rétt fyrir leikslok.

Lið Selfoss:  Jóhann Ólafur Sigurðsson, Sigurður Eyberg Guðlaugsson, Arilíus Marteinsson, Kjartan Sigurðsson, Andri Freyr Björnsson, Ingólfur Þórarinsson, Sævar Þór Gíslason, Guðmundur Þórarinsson, Stefán Ragnar Guðlaugsson, Jón Daði Böðvarsson, Jón Guðbrandsson.

Varamenn: Einar Örn Einarsson, Jón Steindór Sveinsson, Ingþór Jóhann Guðmundsson, Davíð Birgisson, Gunnar Rafn Borgþórsson, Ingi Rafn Ingibergsson, Einar Ottó Antonsson.

Lið Hauka: Daði Lárusson, Kristján Ómar Björnsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Hilmar Rafn Emilsson, Hilmar Trausti Arnarsson, Hilmar Geir Eiðsson, Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Gunnar Ormslev Ásgeirsson, Daníel Einarsson, Pétur Á. Sæmundsson, Grétar Atli Grétarsson.

Varamenn: Amir Mehica, Pétur Örn Gíslason, Úlfar Hrafn Pálsson, Jónmundur Grétarsson, Guðmundur Viðar Mete, Kristján Óli Sigurðsson, Sam Mantom.

Selfoss 3:0 Haukar opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert