Enn tapar Grindavík - en skoraði þó

Jón Vilhelm Ákason úr Val í baráttu við þrjá Grindvíkinga …
Jón Vilhelm Ákason úr Val í baráttu við þrjá Grindvíkinga í leiknum í kvöld. mbl.is/Víkurfréttir

Valsmenn áttu ekki teljandi vandræðum í Grindavík í kvöld og unnu verðskuldað 1:2.   Grindvíkingar skoruðu sitt fyrsta mark í sumar þegar Gilles Ondo jafnaði á 69. mínútu en Valur komst aftur innan mínútu.

Leikurinn mun ekki lifa lengi í minningunni því fram að markinu var eiginlega ekkert að gerast en Valsmenn þó mun öflugri.  Danni König skoraði á 56. mínútu en Gilles jafnaði síðan eftir góða sendingu Grétars Ólaf Hjartarsonar.  Eitthvað sofnuðu Grindvíkingar á verðinum því áður en mínútu var liðin hafði Jón Vilhelm Ákason komið Val aftur yfir.

 Lið Grindavíkur:  Rúnar Þór Daníelsson, Auðun Helgason, Marko Valdimar Stefánsson, Jóhann Helgason, Matthías Örn Friðriksson, Scott Ramsay, Orri Freyr Hjaltalín, Loic Mbang Ondo, Gilles Mbang Ondo, Jósef Kristinn Jósefsson, Grétar Ólafur Hjartarson.
Varamenn: Óskar Pétursson, Óli Baldur Bjarnason, Ray Anthony Jónsson, Sveinbjörn Jónasson, Guðmundur Egill Bergsteinsson, Jóhann Helgi Aðalsteinsson, Alexander Magnússon.

Lið Vals: Kjartan Sturluson, Stefán Jóhann Eggertsson, Martin Pedersen, Reynir Leósson, Atli Sveinn Þórarinsson, Greg Ross, Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Jón Vilhelm Ákason, Rúnar Már Sigurjónsson, Arnar Sveinn Geirsson, Danni König.
Varamenn: Ásgeir Þór Magnússon, Sigurbjörn Hreiðarsson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Matthías Guðmundsson, Viktor Unnar Illugason, Ian David Jeffs, Þórir Guðjónsson.

Grindavík 1:2 Valur opna loka
90. mín. Arnar Sveinn Geirsson (Valur) á skot sem er varið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert