ÍBV og Breiðablik skildu jöfn

Andri Ólafsson fyrirliði ÍBV í baráttu við Jökul I. Elísabetarson …
Andri Ólafsson fyrirliði ÍBV í baráttu við Jökul I. Elísabetarson í leiknum á Hásteinsvelli í dag. mbl.is/Sigfús Gunnar

ÍBV og Breiðablik skildu jöfn, 1:1,  í fyrsta leik 5. umferðar úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsideildarinnar, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. Liðin eru þar með jöfn í þriðja og fjórða sæti deildarinnar með 8 stig, jafnmörg og Fram sem er í öðru sætinu.

Haukur Baldvinsson kom Blikum yfir á 64. mínútu en Tryggvi Guðmundsson jafnaði fyrir Eyjamenn á 79. mínútu.

Lið ÍBV: Albert Sævarsson - James Hurst, Rasmus Steenberg Christiansen, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Matt Garner - Þórarinn Ingi Valdimarsson, Finnur Ólafsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje - Denis Sytnik.
Varamenn: Elías Fannar Stefnisson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton Bjarnason, Kjartan Guðjónsson, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Gauti Þorvarðarson.

Lið Breiðabliks: Ingvar Kale - Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Elfar Freyr Helgason, Kári Ársælsson, Kristinn Jónsson - Haukur Baldvinsson, Guðmundur Kristjánsson, Jökull I. Elísabetarson, Kristinn Steindórsson - Alfreð Finnbogason, Guðmundur Pétursson.
Varamenn: Sigmar Ingi Sigurðarson, Árni Kristinn Gunnarsson, Finnur Orri Margeirsson, Olgeir Sigurgeirsson, Rannver Sigurjónsson, Elvar Páll Sigurðsson, Andri Rafn Yeoman.

ÍBV 1:1 Breiðablik opna loka
90. mín. Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) fer af velli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert