Glæsilegur sigur Vals á Fylki

Jón Vilhelm Ákason úr Val leikur á Tómas Þorsteinsson úr …
Jón Vilhelm Ákason úr Val leikur á Tómas Þorsteinsson úr Fylki í leiknum í kvöld. mbl.is/hag

Valsmenn unnu sannfærandi þriggja marka sigur á Fylki á Vodafonevellinum í kvöld þegar liðin áttust við í 5. umferð Pepsideildar karla, 5:2. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Danni König var maður leiksins og skoraði tvö marka Vals en Baldur Aðalsteinsson, Haukur Páll Sigurðsson og Ian Jeffs eitt mark hver. Albert Brynjar Ingason og Pape Mamadou Faye skoruðu mörk Fylkis sem sá ekki til sólar í seinni hálfleiknum eftir að staðan hafði verið 2:1 í leikhléi.

Byrjunarlið Vals: Kjartan Sturluson - Stefán Jóhann Eggertsson, Reynir Leósson, Atli Sveinn Þórarinsson, Greg Ross - Martin Pedersen, Haukur Páll Sigurðsson, Jón Vilhelm Ákason - Arnar Sveinn Geirsson, Danni König, Baldur Aðalsteinsson.
Varamenn: Ásgeir Þór Magnússon, Sigurbjörn Hreiðarsson, Matthías Guðmundsson, Viktor Unnar Illugason, Ian Jeffs, Þórir Guðjónsson, Ellert Finnbogi Eiríksson.

Byrjunarlið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson - Þórir Hannesson, Kristján Valdimarsson, Einar Pétursson, Tómas Þorsteinsson - Valur Fannar Gíslason, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Andrés Már Jóhannesson - Ingimundur Níels Óskarsson, Albert Brynjar Ingason, Jóhann Þórhallsson.
Varamenn: Daníel Karlsson, Ólafur Stígsson, Pape Mamadou Faye, Baldur Bett, Ásgeir Örn Arnþórsson, Andri Már Hermannsson, Friðrik Ingi Þráinsson.

Valur 5:2 Fylkir opna loka
90. mín. Danni König (Valur) á skalla sem fer framhjá +2 Daninn að reyna að fullkomna þrennuna en skallinn fór vel framhjá.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert