Eyjamenn komnir á toppinn

Andri Ólafsson Eyjamaður og Kristján Valdimarsson Fylkismaður í skallaeinvígi í …
Andri Ólafsson Eyjamaður og Kristján Valdimarsson Fylkismaður í skallaeinvígi í leiknum í dag. mbl.is/Sigfús

ÍBV er komið í efsta sæti úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsideildarinnar, eftir sigur á Fylki í dag, 1:0, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði sigurmarkið á 69. mínútu en tíu mínútum áður fékk Fylkismaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson rauða spjaldið.

ÍBV er með 14 stig en Keflavík er með 13, Fram, Breiðablik og Valur 11 stig hvert. Hinir fimm leikirnir í 7. umferð fara allir fram á morgun og þá geta öll þessi lið farið framfyrir ÍBV á nýjan leik.

Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson - James Hurst, Rasmus Steenberg Christiansen, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Matt Garner - Tonny Mawejje, Finnur Ólafsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Þórarinn Ingi Ólafsson - Denis Sytnik.
Varamenn: Elías Fannar Stefnisson - Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton Bjarnason, Eyþór Helgi Birgisson, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Gauti Þorvarðarson.

Byrjunarlið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson - Kristján Valdimarsson, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Valur Fannar Gíslason, Ólafur Ingi Stígsson, Þórir Hannesson, Ingimundur Níels Óskarsson, Andrés Már Jóhannesson, Pape Mamadou Faye, Kjartan Ágúst Breiðdal, Albert Brynjar Ingason.
Varamenn: Andrew Bazi - Jóhann Þórhallsson, Tómas Þorsteinsson, Ásgeir Örn Arnþórsson, Andri Már Hermannsson, Friðrik Ingi Þráinsson, Andri Þór Jónsson.

ÍBV 1:0 Fylkir opna loka
90. mín. Leik lokið Um leið og Fjalar varði skot Eyþórs flautaði Örvar Sær til leiksloka. Lokatölur 1:0 fyrir ÍBV í kaflaskiptum leik.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert