Grindavík náði í sín fyrstu stig í Pepsideild karla í sumar þegar liðið vann 3:2 sigur á Blikum á Kópavogsvelli eftir að hafa lent 2:1 undir. Gilles Mbang Ondo skoraði sigurmarkið á 85. mínútu. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Ondo kom Grindavík í 1:0 í fyrri hálfleik en Blikar komust yfir með mörkum frá Arnóri Aðalsteinssyni og Alfreð Finnbogasyni, einnig fyrir leikhlé. Varamaðurinn Páll Guðmundsson jafnaði svo metin áður en Ondo tryggði sigurinn.
Breiðablik: (4-3-3) Ingvar Þór Kale - Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Elfar Freyr Helgason, Kári Ársælsson, Kristinn Jónsson - Jökull I. Elísabetarson, Guðmundur Kristjánsson, Alfreð Finnbogason - Andri Rafn Yeoman, Guðmundur Pétursson, Kristinn Steindórsson.
Varamenn: Sigmar Ingi Sigurðarson, Árni Kristinn Gunnarsson, Finnur Orri Margeirsson, Haukur Baldvinsson, Olgeir Sigurgeirsson, Rannver Sigurjónsson, Elvar Páll Sigurðsson.
Grindavík: (4-5-1) Rúnar Dór Daníelsson - Ray Anthony Jónsson, Auðun Helgason, Orri Freyr Hjaltalín, Jósef Kristinn Jósefsson - Jóhann Helgi Aðalgeirsson, Matthías Örn Friðriksson, Óli Baldur Bjarnason, Marko Valdimar Stefánsson, Alexander Magnússon - Gilles Mbang Ondo.
Varamenn: Óskar Pétursson, Páll Guðmundsson, Scott Ramsay, Loic Mbang Ondo, Vilhjálmur Darri Einarsson, Guðmundur Egill Bergsteinsson.