Valur sigraði Selfoss 2-1 í 7. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsideildinni, á Vodafonevellinum að Hlíðarenda klukkan 19.15 í í kvöld. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Davíð Birgisson kom Selfyssingum yfir þegar aðeins nokkrar sekúndur voru liðnar af seinni hálfleik. Ingþór Guðmundsson lagði upp markið, en honum var skipt inn á í hálfleik. Ian Jeffs jafnaði hins vegar strax í kjölfarið eftir klafs í teig Selfyssinga.
Afmælisbarnið Guðmundur Steinn Hafsteinsson kom Völsurum yfir á ný eftir 79 mínútur, eftir góða sendingu frá Greg Ross sem Guðmundur stangaði inn í mark Selfyssinga.
Sævar Þór Gíslason og Ingólfur Þórarinsson, tveir lykilmanna Selfoss, eru fjarri góðu gamni í kvöld.
Byrjunarlið Vals: Kjartan Sturluson, Reynir Leósson, Atli S. Þórarinsson, Greg Ross, Sigurbjörn Hreiðarsson, Baldur Aðalsteinsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Arnar Sveinn Geirsson, Ian Jeffs, Haukur Páll Sigurðsson, Danni König.
Varamenn: Ásgeir Þór Magnússon, Stefán Jóhann Eggertsson, Jón V. Ákason, Guðmundur S. Hafsteinsson, Viktor U. Illugason, Þórir Guðjónsson, Ellert Finnbogi Eiríksson.
Byrjunarlið Selfoss: Jóhann Ólafur Sigurðsson, Sigurður Eyberg Guðlaugsson, Arilíus Marteinsson, Agnar Bragi Magnússon, Andri Freyr Björnsson, Davíð Birgisson, Guðmundur Þórarinsson, Stefán Ragnar Guðlaugsson, Ingi Rafn Ingibergsson, Jón Daði Böðvarsson, Jón Guðbrandsson.
Varamenn: Elías Örn Einarsson, Kjartan Sigurðsson, Jón Steindór Sveinsson, Ingþór Jóhann Guðmundsson, Gunnar Rafn Borgþórsson, Viðar Örn Kjartansson, Einar Ottó Antonsson.