ÍBV sigraði Selfoss, 3:0, í fyrsta leik 9. umferðar úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsideildarinnar, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld. Með sigrinum náðu Eyjamenn tveggja stiga forystu í deildinni.
Tryggvi Guðmundsson skoraði eftir aðeins 40 sekúndna leik og í síðari hálfleik bættu hann og Tonny Mawejje við mörkum. Selfyssingar biðu sinn fimmta ósigur í röð og gætu dottið niður í fallsæti áður en þessari umferð lýkur.
Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, James Hurst, Matt Garner, Finnur Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Denis Sytnik, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Steenberg Christiansen.
Varamenn: Elías Fannar Stefnisson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton Bjarnason, Eyþór Helgi Birgisson, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Gauti Þorvarðarson.
Byrjunarlið Selfoss: Jóhann Ólafur Sigurðsson, Sigurður Eyberg Guðlaugsson, Arilíus Marteinsson, Agnar Bragi Magnússon, Andri Freyr Björnsson, Ingólfur Þórarinsson, Sævar Þór Gíslason, Stefán Ragnar Guðlaugsson, Ingi Rafn Ingibergsson, Jón Daði Böðvarsson, Einar Ottó Antonsson.
Varamenn: Elías Örn Einarsson, Kjartan Sigurðsson, Jón Steindór Sveinsson, Davíð Birgisson, Gunnar Rafn Borgþórsson, Viðar Örn Kjartansson, Jón Guðbrandsson.