,,Við vorum þunglamalegir í fyrri hálfleik en innkoma Atla í seinni hálfleik breytti mjög miklu. Við komust þá strax meira inn í leikinn og héldum boltanum betur innan liðsins. Við ógnuðum þeim meira og meira og síðan kom vítið sem varð ákveðinn vendipunktur," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, við mbl.is, eftir sigur sinna manna á Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika í dag.
,,Ég var stoltur af því hvernig strákarnir gerðu út um leikinn. Það var smá pressa á okkur undir lokin og ég var ekki rónni fyrr en þriðja markið kom. Það var magnað að koma hingað, taka þrjú stig og skora þrjú mörk. Þetta er klárlega sætasti sigur minn sem þjálfari Stjörnunnar.“
Þú ákvaðst að láta Marel spila sem miðvörð. Varst þú ánægður með hans frammistöðu?
,,Hann kom mjög sterkur út. Tryggvi var veikur og ég vissi að Marel hafði spilað nokkra leiki með Molde í þessari stöðu. Hann spilaði miðvarðarstöðuna í seinni hálfleik með B-liðinu um daginn og gerði það vel. Ég tók ákveðna áhættu með þessu en Marel er atvinnumaður og skilaði þessi hlutverki frábærlega.