Valur og Keflavík mættust í 9. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsideildarinnar, á Vodafonevellinum að Hlíðarenda klukkan 16.00. Keflvíkingar sigruðu verðskuldað 2:0 en bæði mörkin komu í síðari hálfleik. Þau skoruðu Guðjón Árni Antoníusson og Brynjar Örn Guðmundsson.
Keflvíkingar eru því með 18 stig á toppnum, Breiðablik og ÍBV eru með 17 stig, Fram 16, Valur 15 og FH 14 stig.
Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Byrjunarlið Vals: Kjartan Sturluson - Greg Ross, Reynir Leósson, Atli Sveinn Þórarinsson, Martin Pedersen - Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Ian Jeffs - Guðmundur Hafsteinsson, Danni König, Arnar Geirsson.
Varamenn: Ásgeir Magnússon - Stefán Eggertsson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Baldur Aðalsteinsson, Jón Vilhelm Ákason, Viktor Illugason, Þórir Guðjónsson.
Byrjunarlið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson - Guðjón Árni Antoníusson, Haraldur Freyr Guðmundsson, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Alen Sutej - Paul McShane, Einar Orri Einarsson, Hólmar Örn Rúnarsson - Magnús Sverrir Þorsteinsson, Guðmundur Steinarsson, Magnús Matthíasson.
Varamenn: Árni Freyr Ásgeirsson - Bojan Ljubicic, Brynjar Örn Guðmundsson, Magnús Magnússon, Sigurbergur Elísson, Sigurður Gunnar Sævarsson, Ómar Karl Sigurðsson.