Eyjamenn efstir eftir sigur á Stjörnunni

Magnús Þórisson dómari, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Tryggvi Guðmundsson ræða …
Magnús Þórisson dómari, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Tryggvi Guðmundsson ræða málin í leiknum í dag. mbl.is/RAX

Eyjamenn skutust í efsta sæti úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í dag er þeir lögðu Stjörnuna 2:0 í Garðabænum. Mörkin komu í upphafi leiks og lok hans.

Tryggvi Guðmundsson kom ÍBV yfir á 4. mínútu og lagði upp seinna markið fyrir Denis Sytnik á 89. mínútu. ÍBV er þá komið með 20 stig á toppnum en Keflavík, sem tekur á móti FH kl. 19.15, er með 18 stig í öðru sætinu.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Byrjunarlið Stjörnunnar: Bjarni Þórður Halldórsson, Jóhann Laxdal, Dennis Danry, Marel Jóhann Baldvinsson, Daníel Laxdal, Atli Jóhannsson, Halldór Orri Björnsson, Baldvin Sturluson, Ellert Hreinsson, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Þorvaldur Árnason.

Varamenn: Tryggvi Sveinn Bjarnason, Björn Pálsson, Bjarki Páll Eysteinsson, Magnús Karl Pétursson, Hilmar Þór Hilmarsson, Ólafur Karl Finsen, Arnar Már Björgvinsson.

Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Finnur Ólafsson, Tonny Mawejje, James Huurst, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Eyþór Helgi Birgisson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Tryggvi Guðmundsson, Rasmus Steenberg Christiansen.

Varamenn: Elías Fannar Stefnisson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton Bjarnason, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Denis Sytnik, Gauti Þorvarðarson.

Stjarnan 0:2 ÍBV opna loka
90. mín. Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) fer af velli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert