Keflavík og FH skildu jöfn, 1:1, í 10. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsideildarinnar, á Sparisjóðsvellinum í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar náðu því ekki að endurheimta toppsætið og Eyjamenn sitja því þar til morguns í það minnsta.
Guðmundur Steinarsson kom Keflvíkingum yfir á 28. mínútu. Tommy Nielsen gat jafnað þegar FH fékk vítaspyrnu en hann skaut yfir markið. Það var síðan Ólafur Páll Snorrason sem jafnaði metin fyrir FH á 61. mínútu.
Lið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson - Guðjón Árni Antoníuson, Haraldur Freyr Guðmundsson, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Alen Sutej - Einar Orri Einarsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Paul McShane, Guðmundur Steinarsson, Magnús S. Þorsteinsson, - Magnús Þórir Matthíasson
Varamenn: Árni Freyr Ásgeirsson, Jóhann B. Guðmundsson, Bojan Stefán Lubicic, Brynjar Örn Guðmundsson, Sigurður G. Sævarsson, Ómar K. Sigurðsson, Hörður Sveinsson.
Lið FH: Gunnleifur Gunnleifsson - Guðmundur Sævarsson, Tommy Nielsen, Pétur Viðarsson, Hjörtur Logi Valgarðsson - Björn Daníel Sverrisson, Mattías Vilhjálmsson, Hafþór Þrastarson - Ólafur Páll Snorrason, Atli Viðar Björnsson, Atli Guðnason.
Varamenn: Gunnar Sigurðsson, Freyr Bjarnason, Torger Motland, Bjarki Gunnlaugsson, Jón Ragnar Jónsson, Einar K. Ingvarsson, Jacob Neestrup.