Gunnlaugur: Þetta var mjög sérstakur leikur

Haukur Páll Sigurðsson og Ívar Björnsson í háloftabardaga í leiknum …
Haukur Páll Sigurðsson og Ívar Björnsson í háloftabardaga í leiknum í kvöld. mbl.is/Jakob Fannar

„Ég veit ekki hvað skal segja. Þetta var voðalega kaflaskipt,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, eftir 2:2 jafntefli við Fram á Laugardalsvelli í kvöld.

„Mér fannst við eiga fyrri hálfleikinn algjörlega, en Framarar voru mun sterkari í síðari hálfleiknum og þá bjargaði Kjartan okkur nokkrum sinnum. Þannig á heildina litið held ég maður geti ekki annað en verið þokkalega sáttur með eitt stig,“ sagði Gunnlaugur.

„Við vissum að Fram myndi ekki gefast upp þrátt fyrir að lenda 2:0 undir. Við fengum síðan nokkuð kjaftshögg með markinu í lok fyrri hálfleiksins, en við ræddum um að bæta við. Mér fannst við aldrei komast í gírinn í seinni hálfleik á meðan þeir voru grimmari og ákveðnari. Þetta var mjög sérstakur leikur,“ sagði þjálfarinn.

Hann sagðist ekki getað tjáð sig um rauða spjaldið sem Fram fékk. „Ég veit ekki hvað kom uppá þar og get ekki tjáð mig um það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert