Breiðablik vann í kvöld 3:1 sigur á Selfossi í 10. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu. Kristinn Steindórsson skoraði tvö markanna. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Guðmundur Pétursson skoraði einnig fyrir Blika en áður hafði Einar Ottó Antonsson jafnað metin fyrir Selfoss.
Blikar eru nú á toppi deildarinnar en jafnir ÍBV að stigum. Selfoss er hins vegar með sjö stig í þriðja neðsta sæti og hefur tapað sex leikjum í röð.
Varamaðurinn Ingi Rafn Ingibergsson fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins eftir að hafa verið inná í um það bili tvær mínútur.
Lið Selfoss: (4-4-2) Jóhann Ólafur Sigurðsson - Jón Steindór Sveinsson, Kjartan Sigurðsson, Agnar Bragi Magnússon, Guðmundur Þórarinsson, Jón Daði Böðvarsson, Jón Guðbrandsson, Einar Ottó Antonsson, Ingólfur Þórarinsson - Davíð Birgisson, Sævar Þór Gíslason.
Varamenn: Elías Örn Einarsson, Andri Freyr Björnsson, Ingþór Jóhann Guðmundsson, Stefán Ragnar Guðlaugsson, Gunnar Rafn Borgþórsson, Ingi Rafn Ingibergsson, Viðar Örn Kjartansson.
Lið Breiðabliks: (4-4-2) Ingvar Þór Kale - Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Finnur Orri Margeirsson, Kári Ársælsson, Kristinn Jónsson - Guðmundur Kristjánsson, Alfreð Finnbogason, Jökull I. Elísabetarson, Olgeir Sigurgeirsson - Kristinn Steindórsson, Guðmundur Pétursson.
Varamenn: Sigmar Ingi Sigurðarson, Árni Kristinn Gunnarsson, Rannver Sigurjónsson, Elvar Páll Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason, Bjarki Aðalsteinsson, Andri Rafn Yeoman.