Hópur til reynslu á Selfossi

Selfyssingar eru með fimm erlenda leikmenn til reynslu þessa dagana.
Selfyssingar eru með fimm erlenda leikmenn til reynslu þessa dagana. mbl.is/hag

Selfyssingar vinna nú hörðum höndum að því að bæta við leikmannahóp sinn um leið og félagaskiptaglugginn í íslensku knattspyrnunni opnast þann 15. júlí næstkomandi. Gengi liðsins hefur ekki verið eins og best verður á kosið en Selfoss er í bullandi fallbaráttu í þriðja neðsta sæti Pepsi-deildarinnar.

Tveir Austurríkismenn, varnarmaður og miðjumaður, hafa æft með Selfyssingum undanfarna daga og munu gera það áfram en ekki er ljóst hvort samið verður við þá. Í gær komu svo þrír útlendingar til viðbótar í bæinn en þar eru á ferð Svíi, Fílabeinsstrendingur og Nígeríubúi. Svíinn er varnarmaður en Afríkubúarnir leika framar á vellinum. Það verður því fjölþjóðlegur hópur til reynslu á Selfossi næstu daga en fyrir hafa Selfyssingar engan útlending í sínum röðum og byggir liðið nánast eingöngu á heimamönnum.

Það kemur væntanlega í ljós í næstu viku við hvaða leikmenn verður samið en ljóst er að ekki munu allir fimm fá samning heldur væntanlega tveir eða þrír. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert