Selfyssingar semja við þrjá

Martin Dohlsten og Ingi Rafn Ingibergsson á æfingu hjá Selfoss.
Martin Dohlsten og Ingi Rafn Ingibergsson á æfingu hjá Selfoss. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Úrvalsdeildarlið Selfoss í knattspyrnu ætlar að semja við þrjá leikmenn sem hafa verið á reynslu hjá félaginu að undanförnu. Þetta eru Fílabeinsstrendingarnir Bolou Guessan, sem leikur frammi eða framarlega á miðjunni og miðjumaðurinn Jean Stephane Yao Yao og Svíinn Martin Dohlsten, sem getur bæði leikið sem hægri bakvörður eða kantmaður.

Þetta kemur fram á vef sunnlenska.is.

Selfoss mætir Fylki í 12. umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudagskvöld. Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfoss, segir í samtali við sunnlenska.is að hann búist ekki við að hægt verði að ganga frá félagaskiptunum fyrir þann tíma. Guessan og Yao Yao eru á mála hjá Lyn í Noregi og Dohlsten hjá Ljungskile í Svíþjóð.

Þá er framherjinn skoski Stewart Kelly til skoðunar hjá Selfyssingum. Hann mætti á sínu fyrstu æfingu í gær eftir ferðalag frá Nýja Sjálandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert