Glænýr Gjorgi bjargaði stigi Grindvíkinga

Gilles Mbang Ondo hefur verið frábær fyrir Grindavík uppá síðkastið.
Gilles Mbang Ondo hefur verið frábær fyrir Grindavík uppá síðkastið. Eggert Jóhannesson

Grindvíkingum tókst á heimavelli  að herja út jafntefli gegn Stjörnunni í gærkvöldi þegar 12. umferð lauk í kvöld.  Gjorgi Manevski, sem lenti fyrr í dag, skoraði jöfnunarmark heimamanna á 88. mínútu.

 

Garðbæingar héldu vörn sinni þéttri og leyfðu heimamönnum að spila fyrir utan en voru snöggir fram og Ellert Hreinsson skoraði á 19. mínútu.  Eftir það var ekki mikið um að vera, mikið andleysi hjá Grindvíkingum en gestirnir héldu sínu.  Gætti sín þó ekki á Gjorgi, sem jafnaði í lokin.

 

Stjarnan er því eftir sem áður í 8. sæti deildarinnar en Grindavík komst af botninum, upp fyrir Hauka með þessu eina stigi.

Lið Grindavíkur:  Óskar Pétursson, Auðun Helgason, Jóhann Helgason, Matthías Örn Friðriksson, Scott Ramsay,  Orri Freyr Hjaltalín,Loic Mbang Ondo, Gilles Mbang Ondo, Jósef Kristinn Jósefsson, Grétar Ólafur Hjartarson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson.

Varamenn:  Rúnar Þór Daníelsson, Óli Baldur Bjarnason, Ray Anthony Jónsson, Gjorgi Manevski, Páll Guðmundsson, Jóhann Helgi Aðalsteinsson, Alexander Magnússon.

 

Lið Stjörnunnar:  Bjarni Þórður Halldórsson, Tryggvi Sveinn Bjarnason, Jóhann Laxdal, Björn Pálsson, Daníel Laxdal, Halldór Orri Björnsson, Bjarki Páll Eysteinsson, Þorvaldur Árnason, Arnar Már Björgvinsson, Baldvin Sturluson, Ellert Hreinsson.

Varamenn: Magnús Karl Pétursson, Birgir Rafn Baldursson,  Birgir Hrafn Birgisson, Hilmar Þór Hilmarsson, Hafsteinn Rúnar Helgason, Víðir Þorvarðarson, Marel Jóhann Baldvinsson.

Grindavík 1:1 Stjarnan opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert