Miðjumaðurinn sterki hjá Keflvíkingum, Hólmar Örn Rúnarsson, var alls ekki ánægður með kvöldið þegar Keflavíkurliðið mátt sætta sig við tap fyrir Breiðabliki, 2:0. „Það er óhætt að segja að þetta hefur dalað hjá okkur núna í síðustu leikjum. Það gengur illa að skora mörk. Við skorum ekki neitt hér í kvöld en hefðum vissulega átt að gera það í fyrri hálfleik,“ sagði Hólmar Örn.
„Þeir [leikmenn Breiðabliks] ná fyrsta markinu og eftir það færum við okkur framar á völlinn sem því miður endaði bara með öðru marki hjá þeim. VIð vorum að spila ágætlega að skapa okkur fínustu færi í leiknum. Við vitum alveg hvað þeir geta og þeir vita hvað við getum en þeir virtust vilja þetta meira í kvöld.Það verður bara að viðurkennast að við erum ekki að spila nægilega vel sem stendur. Við verðum að vinna betur í okkar málum á æfingasvæðinu og undirbúa okkur fyrir næsta leik. Nóg er eftir af mótinu og fullt af stigum í pottinum. Við erum ekkert hættir þrátt fyrir þessi úrslit í kvöld,“ sagði Hólmar í samtali við mbl.is