FH tapaði í kvöld 1:0 fyrir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Fyrri leikurinn fór 5:1 og FH tapaði því 6:1 samanlagt. Í kvöld kom sigurmarkið á 15. mínútu. FH náði sér illa á strik í leiknum og átti ekki annað skilið en að falla úr keppni þegar upp er staðið.
Byrjunarlið FH: Gunnleifur Gunnleifsson, Jón Ragnar Jónsson,
Hafþór Þrastarson, Tommy Nielsen, Hjörtur Logi Valgarðsson, Pétur
Viðarsson, Björn Daníel Sverrisson, Matthías Vilhjálmsson, Atlli Viðar
Björnsson, Torger Motland, Ólafur Páll Snorrason.
Varamenn: Gunnar Sigurðsson, Freyr Bjarnason, Atli Guðnason, Bjarki Gunnlaugsson, Guðmundur Sævarsson, Helgi Valur Pálsson.
Byrjunarlið BATE: Sergei Veremko, Dmitri Likhtarovich, Sergei Sosnovski, Igor Shitov, Aleksandr Volodko, Renan Bressan, Maksim Skavysh, Maksim Bardachou, Vitali Rodionov, Edhar Aliakhnovich, Dmitri Baga.
Varamenn: Aleksandr Gutor, Aleksandr Yurevich, Oleg Patotski, Artyom Kontsevoi, Pavel Nekhaichik, Artyom Radkov, Aleksandr Pavlov.